Góðan dag gott fólk. Eins og þið kannski vitið á árgangur 1975 frá Dalvík 20 ára fermingarafmæli í ár og því ber að fagna. 1999 hittumst við fyrst á 10 ára afmælinu og svo aftur árið 2004 og nú er enn og aftur fimm ár liðin. 1999 hittumst við daginn fyrir Sjómannadag fyrstu helgi í júní, 2004 hittumst við í júlí. Í bæði skiptin tókum við okkur nokkur saman og ákváðum dagsetningu til að hittast og komu þeir sem koma gátu. Það er EKKI mögulegt að allir sé að vasast í því að ákveða dag því þá verður ekki hittingur.Sammála?
Í umræðunni hefur verið að hittast kl. 10 á föstudegi fyrir Fiskidaginn mikla í sumar sem er þá 7. ágúst. Á þessum degi eru mjög margir Dalvíkingar á heimaslóðum og tilvalið að hittast þennan dag. Hvernig líst ykkur á þetta fyrirkomulag?
Við opnuðum heimasíðu árið 2004 dalvik1975.blogspot.com þar sem við settum inn allar upplýsingar um stað og stund, dagskrá og hverjir höfðu boðað komu sína og hverja vantaði, síðan er enn til en það þarf að graf eftir lykilorði og við Sverrir förum í það. Held það væri betra að virkja þá síðu aftur og festa upplýsingar þar því þetta fésdæmi er svolítið slitrótt og ekki vilja allir skrá sig inn til þess að kíkja á spjallþráðinn okkar.
Ég get verið áfram í nefndinni og hef bara gaman af því.
Hvað segið þið?
Bestu kveðjur Gunnþór