miðvikudagur, júní 09, 2004

Góðar fréttir og allir saman nú!!



Ég setti mig í málið sem endaði nú rétt áðan og við fáum Brekkusel sem er skíðaskáli Dalvíkinga, spölkorn frá bænum ef einhver veit það ekkiJ Skálinn kostar 15.000kr sem greiðast af okkur sem mæta og ætti sú upphæð ekki að verða meiri en 500kr ef vel er mætt.



Ákveðið hefur verið að knallið hefjist kl. 11°° laugardaginn 10. júlí og mæting er í Brekkusel.



Við ætlum að elda okkur súpu eða graut og borða saman hádegismat í Brekkuseli. Svo verður haldið í skólann, kirkjuna og fleira en sú dagskrá er ekki komin á hreint en verður auglýst síðar.



Um kvöldið ætlum við að koma með eigin mat og grilla saman á grillum sem verða á staðnum og fólk kemur með eigin drykki og helst pappadiska því enginn nennir að vera í þrifdeild… nema einhver vilji endilega taka það að sér!!



Þetta er semsagt staðan og tel ég hana ansi góða og nú getum við virkilega farið að hlakka til að koma saman og hafa gaman.



Sjáumst

Kveðja, Gunnþór Eyfjörð G.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim