Halló kæru vinir.
Heldur þykir mér aumt í efni. Alltof fáir komnir á listann en vitað er af fólki sem hyggst mæta.
Nú þarf að fá fólk á Dalvík eða Akureyri til að byrja að skipuleggja hlutina:
1. Sveinn Bryn klikkaði á Brekkuseli og það er búið að bóka það daginn okkar (síðast þegar ég vissi)
Þurfum að ræða betur við Svein eða finna bara annan stað og þá eru tilllögur vel þegnar og gjarnan að einhver taki verkið að sér þó með þeim fyrirvara að tala við Svein. Hann er á sjó en verður heima um Sjómannahelgina. Ég verð á Dalvík þá og reyni að ganga í málið... ef þið finnið stað eða gerið eitthvað þá endilega að láta vita á síðunni okkar!!
2. Það þarf að tala við einhvern sem ræður yfir Gamla skólanum svo við getum kíkt þangað í heimsókn, jafnvel nýja líka.
3. Þarf að tala við prestinn um að fá að kíkja í kirkjuna og kannski rifja upp fermingarstemminguna??
4. Tala við gamla kennara og bjóða þeim að hitta okkur þennan dag t.d Heimir, Þóra Rósa, Svanfríður, Jói Dan??
Læt þetta duga í bili
ef þið eruð með hugmyndir þá hafið samband
Bestu kveðjur
Gunnþór Eyfjörð G.
Fermingarbörn frá 1989 á Dalvik
já það er svona langt síðan...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim