miðvikudagur, júní 16, 2004

Allt að gerast og dagskrá að fæðast.. hópurinn stækkar ört og verið er að grafa upp andlit úr árgangi 1975

Við ætlum að hittast kl. 11°° 10. júlí í Brekkuseli og Kristín Björk og Gunnþór ætla að elda súpu og veita brauð, einnig förum við í leiki eins og "hlaupa í skarðið" og fleira. Verðum Í Brekkuseli til ca. 1330.

Við ætlum að reyna að fá að koma við í kirkjunni hjá sr. Magnúsi, eiga þar góða stund og jafnvel rifja upp fermingarheitin.. nú eða giftingarheitin, skírnar, skilnaðar og allt sem örugglega einkennir þennan stóra hóp síðan við vorum fermd! Kristín Björk talar við prestinn.

Við ætlum að heimsækja gamla skólann okkar og jafnvel einhverja kennara og rifja upp góðar og ekki jafn góðar stundir ef svo ber undir.

Við ætlum að fara "austur á sand" og labba þar í ró og næði og fara í landamæraparís og ég mæli með að allir séu vel skóaðir og kannski með regnjakkann í poka en fyrir alla muni þá er það góða skapið:)

Sverrir trommari ætlar að sjá til þess að það séu grill á staðnum (Brekkuseli) um kvöldið svo þeir sem vilja geta hent sínum eigin steikum eða öðru á grillið og ekki er verra að hafa pappaáhöld með sér því enginn nennir að vaska upp!

Svo verður orðið laust eftir matinn og allir í stuði.. getum verið til 01°° í Brekkuseli og spurning hvort það verður eitthvað opið á börum bæjarins fyrir þá sem það vilja.. sjáum til með það.

Þetta er hrá dagskrá og mun eflaust taka breytingum en þangað til, bless og takk ekkert snakk. Bert

Kveðja
Gunnþór

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim