Allt að gerast og dagskrá að fæðast.. hópurinn stækkar ört og verið er að grafa upp andlit úr árgangi 1975
Við ætlum að hittast kl. 11°° 10. júlí í Brekkuseli og Kristín Björk og Gunnþór ætla að elda súpu og veita brauð, einnig förum við í leiki eins og "hlaupa í skarðið" og fleira. Verðum Í Brekkuseli til ca. 1330.
Við ætlum að reyna að fá að koma við í kirkjunni hjá sr. Magnúsi, eiga þar góða stund og jafnvel rifja upp fermingarheitin.. nú eða giftingarheitin, skírnar, skilnaðar og allt sem örugglega einkennir þennan stóra hóp síðan við vorum fermd! Kristín Björk talar við prestinn.
Við ætlum að heimsækja gamla skólann okkar og jafnvel einhverja kennara og rifja upp góðar og ekki jafn góðar stundir ef svo ber undir.
Við ætlum að fara "austur á sand" og labba þar í ró og næði og fara í landamæraparís og ég mæli með að allir séu vel skóaðir og kannski með regnjakkann í poka en fyrir alla muni þá er það góða skapið:)
Sverrir trommari ætlar að sjá til þess að það séu grill á staðnum (Brekkuseli) um kvöldið svo þeir sem vilja geta hent sínum eigin steikum eða öðru á grillið og ekki er verra að hafa pappaáhöld með sér því enginn nennir að vaska upp!
Svo verður orðið laust eftir matinn og allir í stuði.. getum verið til 01°° í Brekkuseli og spurning hvort það verður eitthvað opið á börum bæjarins fyrir þá sem það vilja.. sjáum til með það.
Þetta er hrá dagskrá og mun eflaust taka breytingum en þangað til, bless og takk ekkert snakk. Bert
Kveðja
Gunnþór
Fermingarbörn frá 1989 á Dalvik
já það er svona langt síðan...
miðvikudagur, júní 16, 2004
mánudagur, júní 14, 2004
þessi fríði flokkur er búinn að boða komu sína þann 10. júlí og ef þið vitið um fleiri sem hafa ekki verið að fylgjast með þá endilega ýta á eftir þeim með það. Við höfum ekkert heyrt frá: Hrafnhildur, Linda á Krossum, Bjössi,Steini Sím,Klemenn, Júlli, Ari,Jakob og eflaust fleiri - hvernig á maður að muna annann þennan hóp?
hér eru þeir sem mæta :
Gunnþór
Marínó
Helga
Logi
Addi
Unnur
Kristín
Silla
Sverrir
Ella Rósa
Sveinn
Eva
Binni
Hölli
Hlynur
Helena
Svandís
Margrét
Kibbi
Elma
Linda Dröfn
Hafdís Jóhanns
Guðný Jóna
Telma
Selma
miðvikudagur, júní 09, 2004
Góðar fréttir og allir saman nú!!
Ég setti mig í málið sem endaði nú rétt áðan og við fáum Brekkusel sem er skíðaskáli Dalvíkinga, spölkorn frá bænum ef einhver veit það ekkiJ Skálinn kostar 15.000kr sem greiðast af okkur sem mæta og ætti sú upphæð ekki að verða meiri en 500kr ef vel er mætt.
Ákveðið hefur verið að knallið hefjist kl. 11°° laugardaginn 10. júlí og mæting er í Brekkusel.
Við ætlum að elda okkur súpu eða graut og borða saman hádegismat í Brekkuseli. Svo verður haldið í skólann, kirkjuna og fleira en sú dagskrá er ekki komin á hreint en verður auglýst síðar.
Um kvöldið ætlum við að koma með eigin mat og grilla saman á grillum sem verða á staðnum og fólk kemur með eigin drykki og helst pappadiska því enginn nennir að vera í þrifdeild… nema einhver vilji endilega taka það að sér!!
Þetta er semsagt staðan og tel ég hana ansi góða og nú getum við virkilega farið að hlakka til að koma saman og hafa gaman.
Sjáumst
Kveðja, Gunnþór Eyfjörð G.
þriðjudagur, júní 01, 2004
Halló kæru vinir.
Heldur þykir mér aumt í efni. Alltof fáir komnir á listann en vitað er af fólki sem hyggst mæta.
Nú þarf að fá fólk á Dalvík eða Akureyri til að byrja að skipuleggja hlutina:
1. Sveinn Bryn klikkaði á Brekkuseli og það er búið að bóka það daginn okkar (síðast þegar ég vissi)
Þurfum að ræða betur við Svein eða finna bara annan stað og þá eru tilllögur vel þegnar og gjarnan að einhver taki verkið að sér þó með þeim fyrirvara að tala við Svein. Hann er á sjó en verður heima um Sjómannahelgina. Ég verð á Dalvík þá og reyni að ganga í málið... ef þið finnið stað eða gerið eitthvað þá endilega að láta vita á síðunni okkar!!
2. Það þarf að tala við einhvern sem ræður yfir Gamla skólanum svo við getum kíkt þangað í heimsókn, jafnvel nýja líka.
3. Þarf að tala við prestinn um að fá að kíkja í kirkjuna og kannski rifja upp fermingarstemminguna??
4. Tala við gamla kennara og bjóða þeim að hitta okkur þennan dag t.d Heimir, Þóra Rósa, Svanfríður, Jói Dan??
Læt þetta duga í bili
ef þið eruð með hugmyndir þá hafið samband
Bestu kveðjur
Gunnþór Eyfjörð G.