sunnudagur, febrúar 29, 2004

jæja þá er þetta aðeins farið að rúlla hjá okkur - þessi dagsetning virðist falla vel í kramið hjá flestum, þó svo að einhverjir séu búnir að ráðstafa sér þennan dag þá verður sennilega aldrei hægt að komast að samkomulagi um dag sem allir komast.
Ég hef verið að velta fyrir mér staðsteningu á hófinu sjálfu og datt í hug Brekkusel eða jafnvel Bergó, og ef einhverjir hafa eitthvað til málana að leggja endilega leggja orð í belg t.d. í gestabókinni - það er í góðu lagi að skrá sig þar aftur og aftur.

Verum svo dugleg að láta tíðindin berast.......ha!

mánudagur, febrúar 23, 2004

ákveðið hefur verið að fyrirhugað fermingarafmæli verði laugadaginn 10. júlí - takið þann dag bara frá og málið er leyst...
Gunnþór og Sverrir komust að þessari niðurstöðu á ansi merkilegum netfundi og henni verður ekki breytt :)

svo væri gaman að fá upp þá sem eru að nota msn og nota það til spjalls og ráðagerða

endilega smellið okkur á listann hjá ykkur

sweepythoro@hotmail.com -> Sverrir
gunnthoreyfjord@msn.com -> Gunnþór

Nefndin

Gott væri að þið sem þetta skoðið kæmuð með hugmyndir um hvað hægt væri að gera okkur til skemmtunar daginn sem við hittumst með því að skrifa það í gestabókina og einnig ef einhverjir bjóða sig fram til að taka þátt í að skipuleggja þetta.

Einnig væri gamann að fá pistla frá ykkur um hvað þið hafið verið að gera síðustu árin, þið getið sent mér tölvupóst og set það hérna inn á síðuna.

Reynum að hafa gaman af þessu og fá sem flesta til að taka þátt!!

og breiða út boðskapinn....ha!

sunnudagur, febrúar 22, 2004

nú er kominn gestabók hér til vinstri og ég vil biðja þá sem hér koma að kvitta fyrir komuna - takk

Jæja þá er kominn upp opninber síða fermingarbarna frá Dalvík sem fermd voru það herrans ár 1989 og hef ég fregnir af því að einhver hafi verið affermd þ.e. sagt sig úr þjóðkirkjuni

svo er meiningin að setja upp spjall kerfi og annað til að við getum skipst á skoðunum og ákveðið hvenar heppilegast sé að hittast og fagna því að 15 ár eru nú liðin frá því að Jón Helgi lék okkur drekka úr kaleknum fyrsta sopann - og ekki þann síðasta