miðvikudagur, mars 25, 2009

Tillaga

Tillaga númar eitt er að hittast föstudaginn 7. ágúst kl 14°° á Dalvík og gera eitthvað skemmtilegt eins og syngja með Jóa Dan. Fá svo einhvern góðan bekkjarfélaga til þess að bjóða okkur heim og elda saman fiskisúpu og svo getur fólk haldið sína leið enda verður fjör í bænum.

Muna að allir sem eru fæddir 1975 og voru eitthvað í skóla á Dalvík eru velkomnir en ekki bara þeir sem fermdust saman. Fermingarárið er viðmiðun til að hittast reglulega.

Vinsamlegast skiljið eftir ykkur "comment" eða sendið tölvupóst á magri@simnet.is til þess að tjá ykkur um þetta.
Nefndin

Tæpum 5 árum síðar :)

Góðan dag gott fólk. Eins og þið kannski vitið á árgangur 1975 frá Dalvík 20 ára fermingarafmæli í ár og því ber að fagna. 1999 hittumst við fyrst á 10 ára afmælinu og svo aftur árið 2004 og nú er enn og aftur fimm ár liðin. 1999 hittumst við daginn fyrir Sjómannadag fyrstu helgi í júní, 2004 hittumst við í júlí. Í bæði skiptin tókum við okkur nokkur saman og ákváðum dagsetningu til að hittast og komu þeir sem koma gátu. Það er EKKI mögulegt að allir sé að vasast í því að ákveða dag því þá verður ekki hittingur.Sammála?
Í umræðunni hefur verið að hittast kl. 10 á föstudegi fyrir Fiskidaginn mikla í sumar sem er þá 7. ágúst. Á þessum degi eru mjög margir Dalvíkingar á heimaslóðum og tilvalið að hittast þennan dag. Hvernig líst ykkur á þetta fyrirkomulag?

Við opnuðum heimasíðu árið 2004 dalvik1975.blogspot.com þar sem við settum inn allar upplýsingar um stað og stund, dagskrá og hverjir höfðu boðað komu sína og hverja vantaði, síðan er enn til en það þarf að graf eftir lykilorði og við Sverrir förum í það. Held það væri betra að virkja þá síðu aftur og festa upplýsingar þar því þetta fésdæmi er svolítið slitrótt og ekki vilja allir skrá sig inn til þess að kíkja á spjallþráðinn okkar.
Ég get verið áfram í nefndinni og hef bara gaman af því.
Hvað segið þið?
Bestu kveðjur Gunnþór

miðvikudagur, júní 16, 2004

Allt að gerast og dagskrá að fæðast.. hópurinn stækkar ört og verið er að grafa upp andlit úr árgangi 1975

Við ætlum að hittast kl. 11°° 10. júlí í Brekkuseli og Kristín Björk og Gunnþór ætla að elda súpu og veita brauð, einnig förum við í leiki eins og "hlaupa í skarðið" og fleira. Verðum Í Brekkuseli til ca. 1330.

Við ætlum að reyna að fá að koma við í kirkjunni hjá sr. Magnúsi, eiga þar góða stund og jafnvel rifja upp fermingarheitin.. nú eða giftingarheitin, skírnar, skilnaðar og allt sem örugglega einkennir þennan stóra hóp síðan við vorum fermd! Kristín Björk talar við prestinn.

Við ætlum að heimsækja gamla skólann okkar og jafnvel einhverja kennara og rifja upp góðar og ekki jafn góðar stundir ef svo ber undir.

Við ætlum að fara "austur á sand" og labba þar í ró og næði og fara í landamæraparís og ég mæli með að allir séu vel skóaðir og kannski með regnjakkann í poka en fyrir alla muni þá er það góða skapið:)

Sverrir trommari ætlar að sjá til þess að það séu grill á staðnum (Brekkuseli) um kvöldið svo þeir sem vilja geta hent sínum eigin steikum eða öðru á grillið og ekki er verra að hafa pappaáhöld með sér því enginn nennir að vaska upp!

Svo verður orðið laust eftir matinn og allir í stuði.. getum verið til 01°° í Brekkuseli og spurning hvort það verður eitthvað opið á börum bæjarins fyrir þá sem það vilja.. sjáum til með það.

Þetta er hrá dagskrá og mun eflaust taka breytingum en þangað til, bless og takk ekkert snakk. Bert

Kveðja
Gunnþór

mánudagur, júní 14, 2004

þessi fríði flokkur er búinn að boða komu sína þann 10. júlí og ef þið vitið um fleiri sem hafa ekki verið að fylgjast með þá endilega ýta á eftir þeim með það. Við höfum ekkert heyrt frá: Hrafnhildur, Linda á Krossum, Bjössi,Steini Sím,Klemenn, Júlli, Ari,Jakob og eflaust fleiri - hvernig á maður að muna annann þennan hóp?

hér eru þeir sem mæta :

Gunnþór
Marínó
Helga
Logi
Addi
Unnur
Kristín
Silla
Sverrir
Ella Rósa
Sveinn
Eva
Binni
Hölli
Hlynur
Helena
Svandís
Margrét
Kibbi
Elma
Linda Dröfn
Hafdís Jóhanns
Guðný Jóna
Telma
Selma

miðvikudagur, júní 09, 2004

Góðar fréttir og allir saman nú!!



Ég setti mig í málið sem endaði nú rétt áðan og við fáum Brekkusel sem er skíðaskáli Dalvíkinga, spölkorn frá bænum ef einhver veit það ekkiJ Skálinn kostar 15.000kr sem greiðast af okkur sem mæta og ætti sú upphæð ekki að verða meiri en 500kr ef vel er mætt.



Ákveðið hefur verið að knallið hefjist kl. 11°° laugardaginn 10. júlí og mæting er í Brekkusel.



Við ætlum að elda okkur súpu eða graut og borða saman hádegismat í Brekkuseli. Svo verður haldið í skólann, kirkjuna og fleira en sú dagskrá er ekki komin á hreint en verður auglýst síðar.



Um kvöldið ætlum við að koma með eigin mat og grilla saman á grillum sem verða á staðnum og fólk kemur með eigin drykki og helst pappadiska því enginn nennir að vera í þrifdeild… nema einhver vilji endilega taka það að sér!!



Þetta er semsagt staðan og tel ég hana ansi góða og nú getum við virkilega farið að hlakka til að koma saman og hafa gaman.



Sjáumst

Kveðja, Gunnþór Eyfjörð G.

þriðjudagur, júní 01, 2004

Halló kæru vinir.
Heldur þykir mér aumt í efni. Alltof fáir komnir á listann en vitað er af fólki sem hyggst mæta.

Nú þarf að fá fólk á Dalvík eða Akureyri til að byrja að skipuleggja hlutina:
1. Sveinn Bryn klikkaði á Brekkuseli og það er búið að bóka það daginn okkar (síðast þegar ég vissi)
Þurfum að ræða betur við Svein eða finna bara annan stað og þá eru tilllögur vel þegnar og gjarnan að einhver taki verkið að sér þó með þeim fyrirvara að tala við Svein. Hann er á sjó en verður heima um Sjómannahelgina. Ég verð á Dalvík þá og reyni að ganga í málið... ef þið finnið stað eða gerið eitthvað þá endilega að láta vita á síðunni okkar!!

2. Það þarf að tala við einhvern sem ræður yfir Gamla skólanum svo við getum kíkt þangað í heimsókn, jafnvel nýja líka.

3. Þarf að tala við prestinn um að fá að kíkja í kirkjuna og kannski rifja upp fermingarstemminguna??

4. Tala við gamla kennara og bjóða þeim að hitta okkur þennan dag t.d Heimir, Þóra Rósa, Svanfríður, Jói Dan??

Læt þetta duga í bili

ef þið eruð með hugmyndir þá hafið samband


Bestu kveðjur
Gunnþór Eyfjörð G.

laugardagur, mars 27, 2004

ég fór yfir skráninguna í gestabókinni tók saman lista yfir alla sem ætla að mæta

hér er listinn:
Gunnþór
Marínó
Helga
Logi
Addi
Unnur
Kristín
Silla
Sverrir
Ella Rósa
Sveinn
Eva
Binni
Hölli
Hlynur
Helena
Svandís
Margrét
Kibbi
Elma
Linda Dröfn
Hafdís Jóhanns

ef þið vitið um fleiri sem ætla að mæta, endilega látið þið vita í gestabókina eða sendið mér meil-- sfreyr@hn.is

sunnudagur, mars 07, 2004

Fínnt að koma með eitthvað hérna inn á sunnudegi - Það er svosem ekkert að frétta en ég óska eftir smá pistlum frá ykkur til að setja hérna inn - það má vera hvað sem er sem tengist árganginum okkar. Ef þið viljið senda pistill sem birta á hér er mailið mitt : sfreyr@hn.is

sunnudagur, febrúar 29, 2004

jæja þá er þetta aðeins farið að rúlla hjá okkur - þessi dagsetning virðist falla vel í kramið hjá flestum, þó svo að einhverjir séu búnir að ráðstafa sér þennan dag þá verður sennilega aldrei hægt að komast að samkomulagi um dag sem allir komast.
Ég hef verið að velta fyrir mér staðsteningu á hófinu sjálfu og datt í hug Brekkusel eða jafnvel Bergó, og ef einhverjir hafa eitthvað til málana að leggja endilega leggja orð í belg t.d. í gestabókinni - það er í góðu lagi að skrá sig þar aftur og aftur.

Verum svo dugleg að láta tíðindin berast.......ha!

mánudagur, febrúar 23, 2004

ákveðið hefur verið að fyrirhugað fermingarafmæli verði laugadaginn 10. júlí - takið þann dag bara frá og málið er leyst...
Gunnþór og Sverrir komust að þessari niðurstöðu á ansi merkilegum netfundi og henni verður ekki breytt :)

svo væri gaman að fá upp þá sem eru að nota msn og nota það til spjalls og ráðagerða

endilega smellið okkur á listann hjá ykkur

sweepythoro@hotmail.com -> Sverrir
gunnthoreyfjord@msn.com -> Gunnþór

Nefndin

Gott væri að þið sem þetta skoðið kæmuð með hugmyndir um hvað hægt væri að gera okkur til skemmtunar daginn sem við hittumst með því að skrifa það í gestabókina og einnig ef einhverjir bjóða sig fram til að taka þátt í að skipuleggja þetta.

Einnig væri gamann að fá pistla frá ykkur um hvað þið hafið verið að gera síðustu árin, þið getið sent mér tölvupóst og set það hérna inn á síðuna.

Reynum að hafa gaman af þessu og fá sem flesta til að taka þátt!!

og breiða út boðskapinn....ha!

sunnudagur, febrúar 22, 2004

nú er kominn gestabók hér til vinstri og ég vil biðja þá sem hér koma að kvitta fyrir komuna - takk

Jæja þá er kominn upp opninber síða fermingarbarna frá Dalvík sem fermd voru það herrans ár 1989 og hef ég fregnir af því að einhver hafi verið affermd þ.e. sagt sig úr þjóðkirkjuni

svo er meiningin að setja upp spjall kerfi og annað til að við getum skipst á skoðunum og ákveðið hvenar heppilegast sé að hittast og fagna því að 15 ár eru nú liðin frá því að Jón Helgi lék okkur drekka úr kaleknum fyrsta sopann - og ekki þann síðasta